Laugar ehf., sem halda utan um líkamsræktarstöðvar World Class, högnuðust um 530 milljónir króna á síðasta ári. Það er um þrefalt meiri hagnaður en á árinu á undan þegar hann nam 179 milljónum króna.
Tekjur félagsins jukust um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Þær fóru úr 2.760 milljónum króna á árinu 2017 upp í 3.246 milljónir á síðasta ári.
Hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eiga hvort 36,6 prósenta hlut í félaginu en restina á Sigurður Leifsson, um 26,8 prósent.
World Class keypti heilsuræktarstöðvar Átaks á Akureyri á síðasta ári. Í ársreikningi félagsins kemur fram að kaupverðið nemi alls 161 milljón króna.
Rekstur Lauga á miklum skriði

Tengdar fréttir

World Class stækkar á Selfossi: Átta hundruð manns æfa í stöðinni daglega
Til stendur að stækka líkamsræktarstöðina World Class á Seflossi um fjögur hundruð fermetra. Stöðin er í dag um átta hundruð og fimmtíu fermetrar og þar æfa daglega átta hundruð manns.

Hagnaður World Class dróst saman um þriðjung
Hagnaður Lauga ehf., sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class, nam 193 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 32 prósent frá fyrra ári þegar hann var 282 milljónir.

Mun aldrei taka þátt í því að fá heimild til að blóðga viðskiptavini World Class
Björn Leifsson segir World Class ætla að taka þátt í forvarnarstarfi vegna ólöglegra efna.