Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 12:30 Hvalirnir voru fluttir á milli landa í sérútbúnum gámum. VÍSIR/VILHELM Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35