Svarthvítar hetjur Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. Svolítið dæmigert fyrir þá læviblöndnu bjartsýni og harmþrungnu gleði sem einkenndi 80’s-tónlistina sem kennd er við nýrómantík og krakkarnir dönsuðu við með sítt að aftan og glannalega andlitsmálningu. Duran Duran átti þarna enga jafningja þótt fegurð strákanna, kynþokki og sturlaðar vinsældirnar væru notaðar gegn þeim. Og okkur. Sagan hefur fyrir löngu sannað að þeir voru og eru fantagott band. John er yfirburða bassaleikari og textar Simons eru hyldjúp lýrík sem ber höfuð og herðapúða yfir allt hitt eitísið. „Einnig viljum við, eins og allir aðrir, að Duran Duran komi til Íslands og haldi tónleika. Það hlýtur að vera hægt, því þeir fara til allra annarra landa, meira að segja Japans og Kína.“ Skrifuðu tveir aðdáendur í Moggann 1984 en þrátt fyrir hin góðu og gildu rök um Kína og Japan rættist þessi ósk okkar allra ekki fyrr en 2005. Full seint í rassinn gripið en frábærir tónleikarnir uppfylltu tíu þúsund æskudrauma. Vart hefur nokkurn bréfritara fortíðar órað fyrir því að Duran Duran ætti eftir að koma hingað tvisvar en á þriðjudaginn fáum við allra síðasta sénsinn í stigagangi æskunnar þegar fjórir af fimm munu gæjalegir taka öll völd, í Laugardalshöll, umvafðir svarthvíta sjarmanum. Ljúf er sú skylda að vera þar ýlfrandi eins og hungraðir úlfar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar