Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 08:50 Kolbrún telur rannsókn sem boðað hefur verið til vegna meints eineltis Vigdísar tæplega standast sé litið til jafnræðis. visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31