Sjá einnig: Rúrik sígur niður fyrir milljónina á Instagram
Rúrik komst á tímapunkti í hóp þeirra fáu Íslendinga sem gátu státað sig af milljón fylgjendum á samfélagsmiðlinum en þegar mest var náði hann upp í 1,3 milljónir fylgjenda. Þeim hefur þó farið fækkandi, sérstaklega eftir að hann og kærasta hans Nathalia Solani byrjuðu saman. Hann segir fylgjendatapið ekki hafa mikil áhrif á sig en það sé þó vissulega hægt að græða á slíkum fjölda geri maður það rétt.
„Ég er bara búinn að vera mjög lélegur í því. Ég var náttúrulega í fallbaráttu í allan vetur hjá liðinu mínu þannig þá er kannski óviðeigandi að vera alltaf að pósta myndum af sér á einhverjum viðburðum,“ segir Rúrik og bætir við að margir fótboltaáhugamenn myndu helst kjósa að atvinnumenn gerðu ekkert annað en að vera á æfingu.
„Þess vegna spammar maður vel þegar maður fer í sumarfrí,“ segir Rúrik.
Strákarnir brugðu þá á leik með Rúrik og skiptust hann og Hjörvar á að hringja í bensínstöðvar landsins í von um að starfsmenn myndu þekkja þá. Niðurstaðan var vægast sagt sláandi en hér að neðan má hlusta á þá ræða Instagram og hringja í grunlausa starfsmenn.