Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:00 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta." Landbúnaður Neytendur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta."
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira