Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2019 18:32 Guðmundur B. er formaður HSÍ. vísir/vilhelm Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“ EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“
EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16