Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 08:00 Landsréttur. Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. Leyfin veitti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 5. nóvember síðastliðinn á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Landeigendur og náttúruverndarsamtök höfðuðu mál til að fá rekstrarleyfin ógilt og 14. janúar féllst héraðsdómur á að málið fengi flýtimeðferð, enda um að ræða starfsemi, á svæði viðkvæmrar náttúru, sem grundvallast ekki á lögmætu umhverfismati. Eftir að flýtimeðferð var veitt hefur málið velkst fram og aftur og ekki enn verið flutt efnislega. Fiskeldisfyrirtækin kröfðust frávísunar málsins 6. febrúar. Því hafnaði héraðsdómur 22. febrúar. Fyrirtækin lögðu aftur fram greinargerð 6. mars og gerðu annars vegar kröfu um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um fjögur tilgreind atriði og hins vegar að dómkvaddir matsmenn skiluðu rökstuddri matsgerð um ýmis atriði sem tíunduð eru í greinargerð. Báðum kröfum var hafnað í héraði og var sá úrskurður staðfestur í Landsrétti í gær. Málið verður væntanlega flutt munnlega fyrir réttarhlé dómstóla enda um flýtimeðferðarmál að ræða.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Dómsmál Fiskeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. Leyfin veitti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 5. nóvember síðastliðinn á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Landeigendur og náttúruverndarsamtök höfðuðu mál til að fá rekstrarleyfin ógilt og 14. janúar féllst héraðsdómur á að málið fengi flýtimeðferð, enda um að ræða starfsemi, á svæði viðkvæmrar náttúru, sem grundvallast ekki á lögmætu umhverfismati. Eftir að flýtimeðferð var veitt hefur málið velkst fram og aftur og ekki enn verið flutt efnislega. Fiskeldisfyrirtækin kröfðust frávísunar málsins 6. febrúar. Því hafnaði héraðsdómur 22. febrúar. Fyrirtækin lögðu aftur fram greinargerð 6. mars og gerðu annars vegar kröfu um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um fjögur tilgreind atriði og hins vegar að dómkvaddir matsmenn skiluðu rökstuddri matsgerð um ýmis atriði sem tíunduð eru í greinargerð. Báðum kröfum var hafnað í héraði og var sá úrskurður staðfestur í Landsrétti í gær. Málið verður væntanlega flutt munnlega fyrir réttarhlé dómstóla enda um flýtimeðferðarmál að ræða.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dómsmál Fiskeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira