Innlent

Hiti gæti náð 22 stigum um helgina

Eiður Þór Árnason skrifar
Margir munu eflaust reyna að njóta veðurblíðunar um helgina.
Margir munu eflaust reyna að njóta veðurblíðunar um helgina. Fréttablaðið/Daníel
Þess má vænta að hiti nái allt að 22 stigum austanlands á morgun ef marka má spá Veðurstofunnar. Einnig er spáð 8 til 18 stigum víðast hvar á landinu í dag, með breytilegri vindátt. Hlýjast verður á Suðurlandi.

Þurrt og bjart verður í vesturhluta landsins í dag, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum inn til landsins.

Á Norðurlandi verður hiti 6 til 14 stig í dag, en á Norðurlandi eystra getur hann náð allt að 20 stigum á morgun.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast megi við hægri norðlægri átt í dag, skýjað með köflum og stöku skúrir, en þurrt og bjart verði suðvestan- og vestan til á landinu.

Síðar í kvöld mun þykkna upp um vestanvert landið með lítils háttar vætu af og til. Áfram verður þurrt og bjart á Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×