Fá rafmagnið úr bæjarlæknum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2019 20:06 Hjónin í Fagradal, Ragnhildur Jónsdóttir og Jónas Erlendsson, eru með rafstöð sem fær orku úr bæjarlæknum. stöð 2 Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas. Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Hér er hefðbundinn sauðfjárbúskapur en einnig bleikjueldi. Á bæjarhlaðinu hjá þeim Ragnhildi Jónsdóttur og Jónasi Erlendssyni tókum við eftir því að þar var rafmagnsbíll í hleðslu.Rafmagnsbíllinn í hleðslu.Stöð 2„Við erum búin að keyra, ætli það séu ekki að verða fjögur ár síðan við keyptum bílinn, og hann er kominn töluvert á annað hundrað þúsund og það hefur eiginlega ekkert komið upp á. Við höfum bara sett í samband. En af þessu er rafstöð í bílnum, 63 kW rafstöð, ef það klárast af batteríinu þá byrjar rafstöðin að keyra inn á batteríið svo við keyrum alltaf á batteríinu, það er ekkert svona tvöfalt system, vél og rafmagn,“ segir Jónas. Þau fara með okkur að fiskeldiskerjunum en þar nýta þau vatn úr bæjarlæknum í bleikjueldið en einnig til raforkuframleiðslu. Heimilisrafstöðin framleiðir 15 kílóvött af rafmagni og þar fæst orkan sem knýr heimilisbílinn.Rafstöðin við bæjarlækinn í Fagradal.Stöð 2„Við notum okkar eigið rafmagn til að hlaða hann. Þetta er flott,“ sagði Ragnhildur. Þeirra reynsla er að rafmagnsbílar séu ekki bara fyrir borgarbúa, þeir henti líka í sveitinni. „Bara fyrir hvern sem er,“ segir Ragnhildur „Ég allavega get ekki annað en mælt með svona rafmagnsbíl, því að viðhaldið er miklu miklu minna heldur en á venjulegum bílum,“ bætti Jónas viðHeldurðu að það verði langt í það að traktorarnir verði farnir að keyra á rafmagni hérna?„Það styttist, ef batteríin verða nógu öflug þá getur þetta gengið,“ segir Ragnheiður. „Já, ef þau verða nógu létt og öflug, það er eiginlega málið sko að létta þetta líka svolítið,“ segir Jónas.
Bílar Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira