Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson skrifar 23. júní 2019 08:00 Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Dagleg orðræða vill oft einkennast af neikvæðni og átökum. Þetta á við of marga af talsmönnum einangrunar og þjóðrembu sem draga í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu. Þeir finna sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. Tilhneigingin er reyndar oft sú að væringar og óvissa á alþjóðavettvangi verði til þess að þjóðir beini sjónum sínum inn á við. Þetta þarf ekki að vera neikvætt en verður það samt oft. Óttinn rekur fólk og jafnvel þjóðir til einangrunar með tilheyrandi fordómum og heift í garð þeirra sem fylgja öðrum siðum og venjum. Þetta hafa innflytjendur víðs vegar um heim fengið að reyna, ekki síst þeir er hafa önnur trúarbrögð en heimamenn. Þessi viðhorf ganga gegn tímans takti enda kalla áskoranir dagsins á samvinnu þjóða. Við Íslendingar erum æ meira tengdir. Misskipting auðs og valda í öðrum heimsálfum kann jafnvel að hafa áhrif á þjóðaröryggi okkar. Áskoranir varðandi upplýsingamengun og loftslagsmál eru okkar allra, svo eitthvað sé nefnt. Lífskjör þjóðarinnar verða ekki bætt án virkrar alþjóðaþátttöku og aðgangi að mörkuðum. Það voru því góðar fréttir er bárust af niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir utanríkisráðuneytið, um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Þar kemur fram að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands almennt í alþjóðlegu samstarfi. Drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu, eða um 73,6 prósent. Þá telja 78,3 prósent hagsæld Íslands byggja á alþjóðaviðskiptum. Íslendingar eru sérlega jákvæðir í garð norræns samstarfs en 92 prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart virkri þátttöku Íslands í Norðurlandasamstarfi. Þetta liggur í sameiginlegri sögu og gildum Norðurlandanna og svipaðri samfélagsgerð. Sama gildir um þátttöku Íslands í störfum Sameinuðu þjóðanna þar sem 77,9 prósent þjóðarinnar styðja það starf. Stuðningurinn við Evrópska efnahagssvæðið var einnig afgerandi. Um 55 prósent landsmanna eru jákvæð í garð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en einungis 11,8 prósent eru neikvæð. Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór var að vonum ánægður. „Það er ánægjulegt að sjá hversu alþjóðlega sinnaðir Íslendingar eru almennt og greinilegt að flestir vilja að Ísland taki áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega norrænu samstarfi og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir hann. Umfram allt dregur könnunin fram jákvæða sjálfsmynd þjóðar. Þetta er frjálslynd, bjartsýn og alþjóðasinnuð þjóð. Talsmenn grámósku, einangrunarhyggju og ótta við hið óþekkta kunna að vera háværir á torgum en þeir tala ekki í nafni þjóðarinnar. Hér skiptir engu þótt þeir leiði stjórnmálaflokka eða fara fyrir fjölmiðlum. Þetta er þjóð sem þorir, vill og getur, svo vitnað sé til forsætisráðherra á þjóðhátíðardegi. Það er harla gott veganesti til framtíðar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun