Talsmenn reiðhjólaverslananna Arnarins og Tri ehf. segja sölu rafmagnshjóla hafi aukist talsvert frá því í fyrra en ekki sé hægt að tala um sprengingu.
„Miðað við hvað hefur verið að gerast úti í Evrópu er ekki hægt að tala um sprengingu hér á landi,“ segir Jón Pétur Jónsson, eigandi Arnarins. „Ég veit ekki hvort Íslendingar séu svona seinteknir fyrir rafmagni en um leið og þeir prófa þetta koma þeir aftur brosandi út í bæði.“
Aðspurður um aldurshópana segir Jón kaupendahópinn á hefðbundnum rafmagnshjólum vera í eldri kantinum en yngra fólkið sæki heldur í rafmagnsfjallahjól.
