Kýpverski raðmorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:08 Lögreglumenn fylgja fangaflutningabílnum sem færði Metaxas úr dómhúsinu í fangelsið í höfuðborginni Níkósíu. AP/Petros Karadjias Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00
Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38
Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04
Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22
Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45