Kýpverski raðmorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:08 Lögreglumenn fylgja fangaflutningabílnum sem færði Metaxas úr dómhúsinu í fangelsið í höfuðborginni Níkósíu. AP/Petros Karadjias Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Dómstóll á Kýpur dæmdi höfuðsmann í hernum í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á fimm konum og tveimur börnum á þriggja ára tímabili. Dómurinn er sá þyngsti í réttarfarssögu eyríkisins. Nicos Metaxas, sem er 35 ára gamall, játaði sök í tólf ákæruliðum um morð að yfirlögðu ráði og mannrán á fórnarlömbum sínum. Morðæðið hófst í september árið 2016 og stóð yfir fram í júlí í fyrra. Fórnarlömbin voru frá Filippseyjum, Rúmeníu og Nepal. Börnin tvö sem Metaxas myrti voru börn tveggja kvennanna, sex og átta ára gömul. „Ég hef framið viðbjóðslega glæpi,“ sagði Metaxas sem grét þegar ákæran gegn honum var lesin upp. Vottaði hann fjölskyldum fórnarlamba sinna samúð sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Metaxas kynntist konunum á netinu en þær voru flestar verkakonur sem störfuðu meðal annars sem þernur. Upp komst um morðin í kjölfar þess að ferðamenn fundu lík einnar konunnar í námu í apríl. Síðasta fórnarlambið, yngra barnið, fannst látið í stöðuvatni fyrir tveimur vikum. Málið hefur vakið mikinn hrylling á Kýpur þar sem svo alvarlegir glæpir eru fátíðir en einnig reiði. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið svifasein í rannsókn á hvarfi kvennanna. Sinnuleysið hafi mátt rekja til þess að konurnar voru erlendar. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér vegna málsins og lögreglustjórinn var látinn taka poka sinn.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38 Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04 Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22 Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00
Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum 3. maí 2019 22:38
Telja sig hafa fundið sjöunda fórnarlamb fyrsta raðmorðingja Kýpurs Maðurinn er grunaður um að hafa myrt fimm konur og tvö börn þeirra. 12. júní 2019 18:04
Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. 5. maí 2019 22:22
Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. 26. apríl 2019 14:45