Einn af hverjum tíu á vinnumarkaði haldinn sjúklegri streitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 23:37 Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45