Sport

Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby hefur lítið annað gert síðasta árið en að labba um með beltið sitt og vera með dólg.
Colby hefur lítið annað gert síðasta árið en að labba um með beltið sitt og vera með dólg. vísir/getty
Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler.

Þeir verða aðalnúmerið á bardagakvöldi UFC í Newark. Covington barðist síðast í júní í fyrra. Þá hafði hann betur gegn Rafael dos Anjos og varð bráðabirgðameistari í veltivigtinni. Hann hefur síðar misst það belti.

Lengi vel stóð til að hann myndi berjast við meistarana Tyron Woodley og síðar Kamaru Usman. Ekkert gekk þó að koma þeim bardögum á koppinn, ekki síst út af meiðslum Covington.

Flestir töldu að hann myndi bíða áfram eftir titilbardaga og því kom það mörgum á óvart að hann taki bardaga gegn hættulegum andstæðingi eins og Lawler núna.

„Það er kominn tími til þess að verja raunverulega beltið gegn hinum raunverulega meistara í þyngdarflokknum,“ sagði Colby við Brett Okamoto hjá ESPN.

Covington hefur gert ansi marga brjálaða af reiði vegna hegðunar sinnar síðustu ár og flestir unnendur UFC vilja ekkert frekar en að sjá hann rotaðan í búrinu.

Hinn 37 ára gamli Lawler barðist síðast í mars er hann tapaði gegn Ben Askren. Hann vildi reyndar meina að bardaginn hefði verið stöðvaður of snemma. Þar áður tapaði hann gegn Dos Anjos þannig að Lawler hefur ýmislegt að sanna.



MMA

Tengdar fréttir

Systir Colby sá um að lemja hann í æsku

Í nýjasta þætti Embedded er Colby Covington kominn til Chicago ásamt föður sínum og systur. Hann mun berjast við Rafael dos Anjos um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni þar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×