Jón, sem er tvítugur, kemur til AGF frá enska liðinu Fulham en hann var á láni frá Fulham hjá Vendsyssel á síðasta tímabili.
Velkommen til Jón Dagur Thorsteinsson https://t.co/BeYt9ghMCm#ksdhpic.twitter.com/BzKJwyYKn0
— AGF (@AGFFodbold) June 25, 2019
Jón Dagur er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir AGF en Kári Árnason, Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson og Aron Jóhannsson hafa allir spilað fyrir félagið.
„Ég er mjög ánægður með þessi félagsskipti. AGF er stór klúbbur með spennandi lið og ég tók eftir því þegar ég spilaði í deildinni hversu frábæran stuðning liðið fær. Ég hlakka til að koma til Árósa,“ sagði Jón Dagur við heimasíðu félagsins.
Jón Dagur á 3 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.