Ítalski blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, sem vinnur bæði fyrir Sky Sport og The Guardian greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.
Þar segir Romano frá því að umboðsmaðurinn hafi greint frá því að hann hafi fundað með forráðamönnum ítalska stórliðsins í gær.
Lukaku’s agent Federico Pastorello today had a meeting with #Inter sport director in Milano: “Lukaku is a dream and is not easy to realize it... but yes, Inter are trying to get uom. Romelu has expressed his wishes (to leave Man United)” #MUFC#transfers
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2019
Þeir eru ólmir í að kaupa Lukaku en umboðsmaðurinn segir að það sé enn draumaórar hjá Inter og eigi eftir að koma enn frekar í ljós hvort þeir nái að kaupa hann frá United.
Umboðsmaðurinn staðfesti einnig að Lukaku hafi staðfest það að hann vilji yfirgefa herbúðir United en hann var ekki fastamaður eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu á síðustu leiktíð.