Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2019 00:05 Frá Cook-eyjum í Kyrrahafi Getty/James D. Morgan Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands. Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands.
Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira