Vilja breyta hegðun með skattlagningu Ari Brynjólfsson skrifar 26. júní 2019 07:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. „Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30