Helgafell selur allan eignarhlut sinn í Festi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Festi er meðal annars eigandi að olíufélaginu N1. Fréttablaðið/Anton Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira