Taconic Capital bætir enn við sig í Kaupþingi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital. Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á sextán prósenta hlut í Arion banka, bættu lítillega við hlut sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 prósentum í 48 prósent – en sjóðurinn er sem fyrr langsamlega stærsti hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic meira en þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi. Heildareignir Kaupþings minnkuðu um 82 milljarða króna, þar sem mest munaði um sölu á eignarhlutum félagsins í Arion banka, og námu þær um 151 milljarði í árslok 2018. Kaupþing átti þá enn tæplega þriðjungshlut í bankanum en það sem af er þessu ári hefur félagið selt í Arion fyrir samtals um tuttugu milljarða króna og fer núna með fimmtungshlut. Á sama tíma og Taconic Capital jók við hlut sinn í Kaupþingi þá minnkaði hlutur bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital um liðlega helming og var rúmlega sex prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn, sem stóð að baki kaupum í Arion banka ásamt Taconic, Goldman Sachs og Attestor Capital í mars 2017, er í dag þriðji stærsti hluthafi Arion með 7,25 prósenta hlut. Eignarhlutur annarra helstu hluthafa Kaupþings – Centerbridge Credit Partners (9,1%), Attestor (5,9%), JP Morgan (5%), Citadel Equity (4,6), Deutsche Bank (4,1%) og Goldman Sachs (3%) – hélst meira og minna óbreyttur á milli ára. Í ársreikningi Kaupþings er bent á, eins og áður hefur verið upplýst um í Markaðinum, að samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins þurfi Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og Taconic Capital að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. FME lítur svo á að Kaupskil og Taconic séu í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki enda er sjóðurinn með nærri helmingshlut í Kaupþingi. Kaupskil og Taconic fara nú með samanlagt 36 prósenta hlut í Arion banka. Kaupþing þarf því að selja að lágmarki sem nemur þriggja prósenta hlut í bankanum innan næstu þriggja mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform stjórnenda Taconic Capital hins vegar til þess að auka enn frekar við hlut sinn í Arion banka. Sá sem stýrir umsvifum Taconic Capital hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst að kaupa kröfur á Kaupþing árið 2012, er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana og situr hann meðal annars í tilnefningarnefnd Arion banka. – hae
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira