Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2019 07:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira