Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2019 07:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Á nýafstöðnu afmælisþingi ILO, eða Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, var samþykkt tímamótasamþykkt gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Samþykktin er fyrsti alþjóðasamningur sinnar tegundar og markar mikil tímamót í baráttu gegn ofbeldi og áreitni á vinnustað. Unnið hafði verið að samþykktinni um árabil og var hún samþykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðastliðinn. ASÍ, SA og ríkisstjórnin greiddu atkvæði með og er nú næsta skref að fá hana fullgilta hér á landi svo við verðum skuldbundin henni að alþjóðarétti. „Þetta er fyrsta alþjóðasamþykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merkilegt plagg. Einnig er þetta eitthvað sem kemur eftir #metoo bylgjuna þannig að þetta er skilgreind afurð hennar og skiptir gífurlegu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta löggjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viðurkennt og hér,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Í samþykktinni er mikil áhersla lögð á að horfa til framtíðar innan vinnuheimsins með „manneskjulegum augum“. Sterk áhersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnumarkaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að íslensk stjórnvöld innleiði samþykktina við fyrsta tækifæri. „Það væri afskaplega góður bragur ef Ísland myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frumkvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög ánægð með þetta og munum leggja fast að stjórnvöldum að staðfesta þessa samþykkt,“ segir Drífa.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Vinnumarkaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira