Í beinni: WOW Cyclothon 2019 Ritstjórn skrifar 26. júní 2019 12:45 Keppendur hjóla hringveginn og enda við Hvaleyrarvatn í Hvalfirði. FBL/Ernir Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Keppnin er stærsta götuhjólreiðakeppni landsins en hjólað er hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Koma þarf í mark á innan við 84 tímum. Þá er einnig keppt í einstaklingskeppni en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana. Hægt er að kynna sér reglur keppninnar nánar hér. Liðin í keppninni safna áheitum og er í ár hjólað til styrktar Reykjadals. Frá upphafi hafa aðstandendur WOW Cyclothon safnað yfir 90 milljónum en liðin keppa sín á milli bæði á hringveginum og í áheitakeppni. Í fyrra sigraði liðið R&R1 áheitakeppnina en þau söfnuðu 3.152.000 krónum. Sigurliðin í öðrum flokkum síðustu ár er hægt að sjá á síðu keppninnar. Hér fyrir neðan má fylgjast með staðsetningu keppenda á gagnvirku korti. Hinkra þarf augnablik til að sjá staðsetninguna birtast. Hægt er að þysja inn til að skoða nánar. Alls hafa um 570 keppendur skráð sig til leiks. Einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki lögðu af stað á miðvikudag klukkan 19. Þrír keppa í einstaklingskeppninni, 36 einstaklingar keppa í níu fjögurra manna liðum og 47 tíu manna lið taka þátt með 470 hjólara innanborðs. Þá eru um 80 þátttakendur skráðir í sérstökum Hjólakraftsflokki en þetta er í fimmta sinn sem hann hefur verið settur upp. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndir á Instagram undir myllumerkinu #wowcyclothon.
Hjólreiðar Wow Cyclothon Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira