Bjóða upp á „gulrót“ úr kjöti til þess að storka grænkerum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 19:48 Eins og sjá má svipar réttinum mjög til raunverulegrar gulrótar. Arby's Bandaríska veitingastaðakeðjan Arby‘s hefur hafið sölu á svokallaðri kjötrót (e. marrot). Kjötrótin er kjötréttur sem lítur út og bragðast eins og gulrót. Auk þess svipar næringargildi réttarins að einhverju leyti til fyrirmyndarinnar. Kjötrótin var sköpuð af markaðsstjóra Arby‘s, Neville Craw, og kokkinum Thomas Kippelen. Þeir segja réttinn innihalda um 30 grömm af próteini og meira en 70% af ráðlögðum dagskammti A-vítamíns. Blaðamaður INSIDER fékk tækifæri til þess að bragða á kjötrótinni og sagðist hissa á því hve líkur rétturinn væri sjálfri gulrótinni, bæði hvað varðar útlit og bragð. Helsti munurinn hafi verið sá að kjötrótin væri talsvert mýkri en gulræturnar sem fólk á að venjast. Uppistaða réttarins er kalkúnakjöt og er kjötrótin sögð hafa afar sætt bragð með „plöntulegum blæ.“ Arby‘s hefur í gegn um tíðina framfylgt harðri afstöðu sinni gegn því sem fyrirtækið kallar „gervikjöt.“ Það eru kjötlausir grænmetisréttir þar sem kjöti er skipt út fyrir kjötlíki á borð við Oumph. Á meðan mörg önnur fyrirtæki hafa tekið grænkerastefnunni (e. veganism) fagnandi, hefur Arby‘s synt á móti straumnum og virðist nú hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra með því að búa til gervigrænmeti. „Líkurnar á því að við [Arby‘s] munum nokkurn tíma setja plöntumiðað fæði á matseðla okkar, nú eða í framtíðinni, eru nákvæmlega engar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Bandaríkin Grín og gaman Vegan Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Bandaríska veitingastaðakeðjan Arby‘s hefur hafið sölu á svokallaðri kjötrót (e. marrot). Kjötrótin er kjötréttur sem lítur út og bragðast eins og gulrót. Auk þess svipar næringargildi réttarins að einhverju leyti til fyrirmyndarinnar. Kjötrótin var sköpuð af markaðsstjóra Arby‘s, Neville Craw, og kokkinum Thomas Kippelen. Þeir segja réttinn innihalda um 30 grömm af próteini og meira en 70% af ráðlögðum dagskammti A-vítamíns. Blaðamaður INSIDER fékk tækifæri til þess að bragða á kjötrótinni og sagðist hissa á því hve líkur rétturinn væri sjálfri gulrótinni, bæði hvað varðar útlit og bragð. Helsti munurinn hafi verið sá að kjötrótin væri talsvert mýkri en gulræturnar sem fólk á að venjast. Uppistaða réttarins er kalkúnakjöt og er kjötrótin sögð hafa afar sætt bragð með „plöntulegum blæ.“ Arby‘s hefur í gegn um tíðina framfylgt harðri afstöðu sinni gegn því sem fyrirtækið kallar „gervikjöt.“ Það eru kjötlausir grænmetisréttir þar sem kjöti er skipt út fyrir kjötlíki á borð við Oumph. Á meðan mörg önnur fyrirtæki hafa tekið grænkerastefnunni (e. veganism) fagnandi, hefur Arby‘s synt á móti straumnum og virðist nú hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra með því að búa til gervigrænmeti. „Líkurnar á því að við [Arby‘s] munum nokkurn tíma setja plöntumiðað fæði á matseðla okkar, nú eða í framtíðinni, eru nákvæmlega engar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.
Bandaríkin Grín og gaman Vegan Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira