Fótbolti

Davíð Kristján sá rautt en Hólmbert skoraði úr síðasta vítinu er Álasund sló út Rosenborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert í leik með Álasund.
Hólmbert í leik með Álasund. vísir/getty
Íslendingaliðið Álasund er komið í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar eftir að hafa slegið út stórlið Rosenborg í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Það byrjaði vel fyrir Álasund því á 32. mínútu fékk Pål André Helland, leikmaður Rosenborgar, beint rautt spjald og gestirnir frá Álasund því einum fleiri.







Tveimur mínútum síðar varð staðan enn betri fyrir Álasund því þá skoraði Niklas Castro fyrsta mark leiksins og kom B-deildarliðinu yfir gegn stórliðinu.

Skömmu fyrir leikhlé fékk hins vegar Davíð Kristján Ólafsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar með var jafnt í liðum en 1-0 fyrir Álasund í leikhlé.

Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Rosenborg meitn. Þar var að verki Tore Reginiussen sem fylgdi á eftir skoti sem markvörður Álasundar hafði varið.

1-1 eftir venjulegan leiktíma og þar með var framlengt. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Álasund hafði betur.







Þeir skoruðu úr öllum spyrnum sínum á meðan fyrrum framherji FH, Alexander Søderlund, klúðraði sinni spyrnu en Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði úr síðustu spyrnu Álasundar.

Davíð Kristján, Hólmbert og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliði Álasund en Hólmbert og Aron spiluðu allan leikinn.

Álasund því slegið út bæði Molde og Rosenborg á leiðinni í átta liða úrslitin.

Átta liða úrslitin:

KFUM Oslo - Odd

Ranheim - Fram Larvik

Mjondalen - Haugesund

Álasund - Viking




Fleiri fréttir

Sjá meira


×