Sterk orka í Glastonbury Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Íris Hrund, Dísa, Erla og Harpa Fönn í Grúsku Babúsku eru á leið til Glastonbury í dag! Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“ Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira
Það er stórkostlegt tækifæri að fá að spila á Glastonbury-tónlistarhátíðinni. Við erum alsælar með það,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, ein þeirra fjögurra kvenna sem skipa hljómsveitina Grúska Babúska nú um stundir. Sú sveit er hin eina alíslenska sem kemur fram á Glastonbury-hátíðinni í ár. „Þetta er stór hátíð, 250 þúsund manns eru þarna yfir eina helgi, bara eins og allir Reykvíkingar væru samankomnir,“ lýsir Harpa Fönn. „Ég held að þar séu 40 til 50 svið og hvert svið er með sína eigin litlu hátíð, svo þetta er mjög sérstakt. Við komum fram á sunnudaginn á Croissant Neuf-sviðinu, þar hafa listamenn á borð við Ed Sheeran komið fram.“ Með Hörpu Fönn eru Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefánsdóttir í Grúsku Babúsku sem stofnuð var 2012 og hefur verið fjölmennari. Hljóðheimurinn samanstendur helst af röddum, spiladós, bassa, melódíku, rafmagnsfiðlu, klukkuspili og slagverki. Þó að þær séu að spila á Glastonbury-hátíðinni í fyrsta skipti þá hafa þær mikið verið í samnefndum bæ. Harpa Fönn útskýrir hverju það sætir. „Við fórum í tónleikaferð um Bretland fyrir þremur árum og vorum bókaðar á stað sem heitir The King Arthur í Glastonbury. Vorum að spila í Bristol kvöldið áður og hálf ryðgaðar þegar við stigum út úr rútunni en fundum strax hvað Glastonbury er magnaður staður. Stoppuðum bara einn sólarhring en tókum skyndiákvörðun um að fara þangað aftur um haustið í tónsmíðaferð og semja lög á nýja plötu. Stóðum við það og vorum í tíu daga, spiluðum aftur á The King Arthur, kynntumst mörgum heimamönnum og sumir spiluðu inn á plötuna okkar því þarna er mikil tónlist og gróska í jaðarlistum.“ Harpa Fönn segir skráða íbúa í miðaldabænum Glastonbury um 7.000. „Manni líður eins og á Akureyri, nema hvað þarna er eins konar mekka seiðmanna og gyðja. Við aðalgötuna er ótrúlegt framboð varnings og þjónustu, vanti mann nornakúst eða verndarsteina þá finnur maður hvort tveggja og vilji maður fara í nálastungu eða jóga, þá er nóg um slíkt.“ Hún segir plötu sveitarinnar, Tor, sem kom út á síðasta ári, nefnda eftir Glastonbury Tor, merku mannvirki á fagurri hæð ofan við bæinn. „Tor er nokkurs konar hlið og það eru alls konar andlegar sögur og mýtur um þann stað, því kringum hann er sterk orka,“ lýsir hún. Grúska Babúska er einmitt þekkt fyrir tónlist sem færir hlustandann inn í draumkenndan heim, ýmist gáskafullan eða dimman, og Harpa Fönn segir bæinn hafa verið fyrir þær dömurnar eins og að koma heim. „Svo gerist það í einni tónleikaferð þegar við vorum að spila á stað í Bristol að hljóðmaðurinn er svona hrifinn af okkur og tónlistinni okkar og segir: „Hei! mamma mín er með svið á hátíðinni í Glastonbury,“ og í kjölfarið fengum við boð um að spila þar. Við náttúrlega þáðum það, enda verður það ótrúleg lífsreynsla.“
Birtist í Fréttablaðinu England Tónlist Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira