Gróðurskemmdir eftir mótorhjólamenn í Bolungarvík Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 12:35 Pálmi Gestsson segir ekki gaman að skamma sveitunga sína en svona sé þetta nú samt. Pálmi segir myndirnar sem hann birtir ekki fanga skemmdirnar til fulls, ástandið sé talsvert verra en þær sýna. Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp. Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp.
Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25