Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30