Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:24 Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. Vísir/ap Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“ Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Borgaryfirvöld í París hafa gripið til þess ráðs að takmarka verulega bílaumferð í borginni til að reyna að ná tökum á mengun. Borgin hefur bannað allt að 60% bíla í umferð þar til hitabylgjan líður hjá en hátt hitastig bætir gráu ofan á svart í loftgæðamálum. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en gert er ráð fyrir að hitinn gæti farið vel yfir 44 gráður. Franska veðurstofan setti í dag í fyrsta sinn í sögu landsins efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins.Sjá nánar: Rauð viðvörun vegna hitans Takmörkun á bílaumferð hefur verið útfærð þannig að einungis rafmagnsbílar eru leyfðir á götum borgarinnar auk bíla sem ganga fyrir bensíni sem skráðir voru eftir janúar 2006. Þá eru Dísel-bílar leyfðir í umferðinni sem skráðir voru eftir janúar 2011.Parísarbúar reyna að kæla sig niður í hitabylgjunni.Vísir/apTakmarkanirnar ná til rúmlega fimm milljóna bíla en margir virða þó bannið að vettugi og halda uppteknum hætti. Fyrir vikið hafa þeir einfaldlega þurft að borga sektina. Umræddir bílstjórar segja sektina, sem hljóðar upp á 9.635 íslenskar krónur hafi ekki nægilega mikinn fælingarmátt. Umferðartakmarkanir eru einnig í gildi í öðrum frönskum borgum á borð við Lyon, Marseille og Strasbourg. Hitabylgjan hefur einnig haft áhrif á skólahald í landinu en nokkrir skólastjórar hafa ákveðið að fresta prófum vegna hitans. Þá hefur verið lagt blátt bann við hvers konar flutninga á dýrum. Er það gert til að gæta að heilsu þeirra.Fréttaritari Sky News í Frakklandi segir að þar sem hitabylgjan skall á í júní sé rakastig í loftinu enn mikið sem gerir hitann erfiðari. Það er yfirleitt hærra rakastig í júní en síðsumars. „Sem gerir það að verkum að manni líður eins og það sé mun heitara hérna en það er í raun og veru og þetta mun bara versna um helgina.“
Frakkland Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42 Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Hundruð slökkviliðsmanna glíma við kjarrelda í Katalóníu Hundruð slökkviliðsmanna í Katalóníu berjast nú við mestu kjarrelda svæðisins í rúm tuttugu ár. 27. júní 2019 19:42
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent