Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. júní 2019 15:36 Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun