Frakkar á toppinn eftir öruggan sigur í Andorra | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2019 20:45 Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum. vísir/getty Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld. Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar. Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu. Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur. Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland. Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi. Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.Úrslit dagsins:C-riðill Þýskaland 8-0 Eistland Hvíta-Rússland 0-1 Norður-ÍslandE-riðill Ungverjaland 1-0 Wales Aserbaídsjan 1-5 SlóvakíaH-riðill Andorra 0-4 Frakkland Ísland 2-1 Tyrkland Albanía 2-0 MoldóvaI-riðill Belgía 3-0 Skotland Rússland 1-0 Kýpur Kasakstan 4-0 San MarinóJ-riðill Ítalía 2-1 Bosnía Liechtenstein 0-2 Finnland Grikkland 2-3 Armenía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld. Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar. Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu. Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur. Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland. Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi. Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.Úrslit dagsins:C-riðill Þýskaland 8-0 Eistland Hvíta-Rússland 0-1 Norður-ÍslandE-riðill Ungverjaland 1-0 Wales Aserbaídsjan 1-5 SlóvakíaH-riðill Andorra 0-4 Frakkland Ísland 2-1 Tyrkland Albanía 2-0 MoldóvaI-riðill Belgía 3-0 Skotland Rússland 1-0 Kýpur Kasakstan 4-0 San MarinóJ-riðill Ítalía 2-1 Bosnía Liechtenstein 0-2 Finnland Grikkland 2-3 Armenía
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30