Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Tyrklands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Landsliðsþjálfarinn Senol Gunes og leikmaðurinn Irfan Can Kahveci sátu þar fyrir svörum.
Mikið hefur gengið á í aðdraganda leiksins en Tyrkir eru afar ósáttir við meðferðina sem þeir fengu á Keflavíkurflugvelli í gær. Þá gerði belgískur burstamaður allt vitlaust.
Tyrkland er með fullt hús stiga á toppi H-riðils en á laugardaginn vann tyrkneska liðið heimsmeistara Frakklands, 2-0. Ísland er með sex stig í 3. sæti riðilsins.
Beinu textalýsinguna frá blaðamannafundinum má sjá hér fyrir neðan.
Svona var blaðamannafundur Tyrkja
