Vísir greindi frá því í gærkvöldi að þyrla hefði brotlent á þaki 54 hæða skýjakljúfs á sjötta tímanum. AXA Equitable turninn stendur við 7. breiðgötu í Manhattan skammt frá Times Square.
Eldur kom upp í byggingunni þegar þyrlan brotlenti en slökkviliðsmenn borgarinnar höfðu hraðar hendur og náðu að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki í byggingunni.
Borgarbúar enn að jafna sig eftir 11. september
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að borgarbúar í New York séu með vott af áfallastreituröskun eftir árásina á tvíburaturnanna þann 11. september 2001 og því væri ekkert nema eðlilegt að þeim hefði brugðið mjög þegar fréttir að þyrluslysinu tóku að spyrjast út.
James O‘Neill, sem fer fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa, sagði á blaðamannafundi að veðurskilyrði hefðu verið afar slæm en rigning og mikil þoka var yfir borginni. O‘Neill sagði að það væri sannarlega mjög óvanalegt að þyrla brotlenti á skýjakljúf en rannsókn þyrluslyssins heldur áfram.