Hamrén gerir tvær breytingar frá 1-0 sigrinum á Albaníu á laugardaginn.
Jón Daði Böðvarsson og Emil Hallfreðsson koma inn fyrir Viðar Örn Kjartansson og Rúnar Má Sigurjónsson.
Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði eina mark leiksins gegn Albaníu, og Birkir Bjarnason eru báðir með en óvíst var með þátttöku þeirra vegna meiðsla.
Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.
Byrjunarlið Íslands gegn Tyrklandi!
This is how we start against Turkey today!#fyririslandpic.twitter.com/BihwiXfSS3
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2019
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Hjörtur Hermannsson
Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Emil Hallfreðsson
Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason
Sóknarmiðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Framherji: Jón Daði Böðvarsson