Tíu unglingaliðsmenn brasilíska liðsins Flamengo létust í febrúar síðastliðnum er eldur braust út á heimavist liðsins. Nú hefur fyrrum forseta félagsins verið kennt um brunann.
Það er nefnilega búið að kæra hann ásamt sjö öðrum fyrir manndráp. Þeir báru ábyrgð á vistarverum leikmannanna og þar var brunavörnum verulega ábótavant. Það leiddi til þessa mikla harmleiks.
Margt var hægt að gera til þess að koma í veg fyrir brunann en lítið sem ekkert virðist hafa verið gert.
Ekki er enn búið að finna upptök brunans en talið er líklegt að það hafi orðið skammhlaup í loftkælingu. Málið verður áfram í rannsókn og málaferli hefjast líklega næsta haust.
Fyrrum forseti Flamengo kærður fyrir manndráp

Tengdar fréttir

Tíu látnir í eldsvoða hjá Flamengo
Eldur kom upp í vistarverum unglingaliðs Flamengo í morgun með þeim afleiðingum að tíu eru látnir.