Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 18:20 Lögreglumenn í óeirðabúningi draga á burt stúlku úr hópi mótmælenda. AP/Pavel Golovkin Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12