VG, einn stærsti miðill Noregs, segir frá því á vef sínum að líkur eru á að Lars stýri Noregi þangað til næsta sumar en það verði í síðasta lagi næsta sumar sem hann hættir með þjálfari Noregs.
Åge Hareide fékk ekki framlengingu á samningi sínum hjá danska landsliðinu en það var tilkynnt í gær. Hann hættir því með liðið eftir EM 2020. Hareide er frá Noregi og því leggja menn saman tvo og tvo að hann taki við af Lars.
„Allt er opið,“ svaraði Hereide er hann var spurður hvað væri framundan hjá honum. „Já,“ var svo svarið er hann var aðspurður um hvort norska landsliðið væri möguleiki.
Tidligere elever om Hareides Norge-svar: – En god idé! https://t.co/BeTSfj2b7G
— VG Sporten (@vgsporten) June 13, 2019
Noregur er með fimm stig eftir fjóra leiki í F-riðlinum í undankeppni EM 2020 en þeir eru meðal annars með Svíum og Spánverjum í riðli. Þeir eru í fjórða sæti riðilsins sem stendur.