Steikin má vera rauð að innan Ari Brynjólfsson skrifar 13. júní 2019 09:11 Gen af eiturberandi E.coli fannst í þriðjungi sýna af lambakjöti. Lifandi baktería var í 16 prósentum sýna. Fréttablaðið/Stefán Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira