Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi. Hinn 3. júní síðastliðinn samþykkti endurupptökunefnd beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í svökölluðu Ímon-máli frá 8. október 2015 en í málinu var Sigurjón dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þegar dómurinn var kveðinn upp lá ekki fyrir opinberlega að tveir dómaranna sem dæmdu í málinu, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, voru hlutahafar í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem Sigurjón var ákærður fyrir. Þeir urðu báðir fyrir fjárhagstjóni þegar Landsbankinn féll. Í úrskurði endurupptökunefndar kemur fram að þeir Eiríkur og Viðar Már hafi báðir átt hlutabréf í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem ákært var fyrir en einnig þegar hrunið reið yfir og bréfin urðu verðlaus. Þeir sáu ekki ástæðu til að greina frá þessu þegar þeir dæmdu í málinu og þá töldu þeir þetta ekki valda vanhæfi sínu til að dæma í því. Fyrst var greint frá hlutafjáreign þeirra í Landsbankanum í fjölmiðlum hinn 9. desember 2016. Í úrskurðinum segir: „Í málinu er ágreiningslaust að tveir af dómurunum sem dæmdu í máli endurupptökubeiðanda, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, áttu hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., bæði á því tímabili þegar hin refsiverða háttsemi átti sér stað og einnig þann 7. október 2008 þegar íslenska ríkið tók yfir bankann og hlutabréfin urðu verðlaus. Þá er ágreiningslaust að þeir urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa.“ Þá kemur fram í úrskurðinum að verðmæti hlutabréfa Viðars Más í Landsbankanum hafi numið 14,7 milljónum króna þegar hann eignaðist þau árið 2007 en þau urðu verðlaus í hruninu. Þetta er umtalsvert tjón þegar það er sett í samhengi verið ráðstöfunartekjur dómara.Leiðir af því trausti sem dómstólar þurfa að njóta Endurupptökunefnd féllst eins og áður segir um beiðni Sigurjóns og í úrskurðinum. Fjallar nefndin um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu og vísar til sjónarmiða sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur byggt á í málum um vanhæfi dómara: „Spurningunni um hvort óhlutdrægni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sáttamálans sé fyrir hendi ber bæði að svara á huglægum grundvelli, þ.e. á persónulegri sannfæringu dómara í tilteknu máli, og á hlutlægum grundvelli, þ.e. með athugun á hvort aðstæður hafi verið þannig að útiloka megi að óhlutdrægni dómarans verði með réttu dregin í efa. Hið hlutlæga mat byggir á ásýnd dómstóls og þeirri kennisetningu að ekki sé nægilegt að dómari hafi í raun verið óvilhallur þegar hann leysti úr máli, heldur verður hann jafnframt að líta út fyrir að vera það í augum hins almenna borgara. Leiðir það af því trausti sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að njóta.“ segir í úrskurðinum. Nefndin setur fjárhagslegt tjón Viðars Más vegna hlutafjáreignar í Landsbankanum í samhengi við orðalag í forsendum dóms Hæstaréttar þegar Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í fangelsi. „Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu. Hvað varðar tjón dómarans má í þessu sambandi einnig líta til orðalags Hæstaréttar Íslands í máli endurupptökubeiðanda. Í forsendum sínum kemst rétturinn svo að orði: „Óvarlegar ákvarðanir [ákærðu] um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni“. Enn fremur er til þess að líta að framangreindar upplýsingar um kaup og eignarhald dómarans lágu ekki fyrir við meðferð málsins í Hæstarétti Íslands og voru þær því endurupptökubeiðanda ókunnar.“Meginreglan er gagnsæi Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og fyrrverandi sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að illa hafi gengið að innleiða þann hugsunarhátt hér á landi að ásýnd vanhæfis, hvernig vanhæfið horfi við borgurunum, skipti ekki síður máli en vanhæfi í reynd. Hann segir að Ísland standi öðrum Norðurlandaþjóðum nokkuð að baki hvað þetta snertir. „Grundvallar siðferðilega viðmiðið í máli af þessu tagi er eins mikið gagnsæi og er mögulegt. Þetta er matsatriði enda er það flókið að leggja sjálfur mat á slíkt og stundum verður manni kannski á að veita ekki allar upplýsingar sem þyrftu að liggja uppi á borðum. En það hlýtur að vera meginviðmiðið að hafa sem mest af upplýsingum uppi á borðum,“ segir Henry um mál þeirra Eiríks og Viðars Más. Henry segir að stofnanir samfélagsins hafi í of mörgum tilvikum látið hjá líða að leggja ásýnd vanhæfis til grundvallar. „Auðvitað tengist þetta fyrst og fremst því, sem er svo mikið rætt í samtímanum, sem er traust samfélagsins til stofnana. Til dæmis dómstóla, Alþingis og stjórnsýslunnar. Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust. Að vera trúverðugur þýðir að þú sýnir í verki að þú takir aukaskref og setjir þig í spor annarra og reynir að horfa á mál frá fleiri sjónarhornum en þér er tamt og reglur mæla fyrir um.“ Dómstólar Hrunið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur í siðfræði, segir ganga illa að innleiða þá hugsun í samfélaginu að það sé ekki nóg að menn séu hæfir til að fjalla um mál samkvæmt reglum heldur verði þeir einnig að virðast vera það í augum almennings. Tveir dómarar við Hæstarétt töldu sér ekki skylt að upplýsa um tap sitt vegna hlutabréfa í Landsbankanum þegar þeir dæmdu fyrrverandi bankastjóra bankans í fangelsi. Hinn 3. júní síðastliðinn samþykkti endurupptökunefnd beiðni Sigurjóns Þ. Árnasonar um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í svökölluðu Ímon-máli frá 8. október 2015 en í málinu var Sigurjón dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þegar dómurinn var kveðinn upp lá ekki fyrir opinberlega að tveir dómaranna sem dæmdu í málinu, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, voru hlutahafar í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem Sigurjón var ákærður fyrir. Þeir urðu báðir fyrir fjárhagstjóni þegar Landsbankinn féll. Í úrskurði endurupptökunefndar kemur fram að þeir Eiríkur og Viðar Már hafi báðir átt hlutabréf í Landsbankanum þegar þau atvik gerðust sem ákært var fyrir en einnig þegar hrunið reið yfir og bréfin urðu verðlaus. Þeir sáu ekki ástæðu til að greina frá þessu þegar þeir dæmdu í málinu og þá töldu þeir þetta ekki valda vanhæfi sínu til að dæma í því. Fyrst var greint frá hlutafjáreign þeirra í Landsbankanum í fjölmiðlum hinn 9. desember 2016. Í úrskurðinum segir: „Í málinu er ágreiningslaust að tveir af dómurunum sem dæmdu í máli endurupptökubeiðanda, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson, áttu hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., bæði á því tímabili þegar hin refsiverða háttsemi átti sér stað og einnig þann 7. október 2008 þegar íslenska ríkið tók yfir bankann og hlutabréfin urðu verðlaus. Þá er ágreiningslaust að þeir urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa.“ Þá kemur fram í úrskurðinum að verðmæti hlutabréfa Viðars Más í Landsbankanum hafi numið 14,7 milljónum króna þegar hann eignaðist þau árið 2007 en þau urðu verðlaus í hruninu. Þetta er umtalsvert tjón þegar það er sett í samhengi verið ráðstöfunartekjur dómara.Leiðir af því trausti sem dómstólar þurfa að njóta Endurupptökunefnd féllst eins og áður segir um beiðni Sigurjóns og í úrskurðinum. Fjallar nefndin um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu og vísar til sjónarmiða sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur byggt á í málum um vanhæfi dómara: „Spurningunni um hvort óhlutdrægni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sáttamálans sé fyrir hendi ber bæði að svara á huglægum grundvelli, þ.e. á persónulegri sannfæringu dómara í tilteknu máli, og á hlutlægum grundvelli, þ.e. með athugun á hvort aðstæður hafi verið þannig að útiloka megi að óhlutdrægni dómarans verði með réttu dregin í efa. Hið hlutlæga mat byggir á ásýnd dómstóls og þeirri kennisetningu að ekki sé nægilegt að dómari hafi í raun verið óvilhallur þegar hann leysti úr máli, heldur verður hann jafnframt að líta út fyrir að vera það í augum hins almenna borgara. Leiðir það af því trausti sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að njóta.“ segir í úrskurðinum. Nefndin setur fjárhagslegt tjón Viðars Más vegna hlutafjáreignar í Landsbankanum í samhengi við orðalag í forsendum dóms Hæstaréttar þegar Sigurjón Þ. Árnason var dæmdur í fangelsi. „Telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi verið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa, sbr. g-liður 1. mgr. 6. gr. laga um meðferð sakamála. Breytir þá engu þótt nokkur tími hafi liðið frá því tjón dómarans varð og þar til hann dæmdi í málinu. Hvað varðar tjón dómarans má í þessu sambandi einnig líta til orðalags Hæstaréttar Íslands í máli endurupptökubeiðanda. Í forsendum sínum kemst rétturinn svo að orði: „Óvarlegar ákvarðanir [ákærðu] um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni“. Enn fremur er til þess að líta að framangreindar upplýsingar um kaup og eignarhald dómarans lágu ekki fyrir við meðferð málsins í Hæstarétti Íslands og voru þær því endurupptökubeiðanda ókunnar.“Meginreglan er gagnsæi Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og fyrrverandi sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að illa hafi gengið að innleiða þann hugsunarhátt hér á landi að ásýnd vanhæfis, hvernig vanhæfið horfi við borgurunum, skipti ekki síður máli en vanhæfi í reynd. Hann segir að Ísland standi öðrum Norðurlandaþjóðum nokkuð að baki hvað þetta snertir. „Grundvallar siðferðilega viðmiðið í máli af þessu tagi er eins mikið gagnsæi og er mögulegt. Þetta er matsatriði enda er það flókið að leggja sjálfur mat á slíkt og stundum verður manni kannski á að veita ekki allar upplýsingar sem þyrftu að liggja uppi á borðum. En það hlýtur að vera meginviðmiðið að hafa sem mest af upplýsingum uppi á borðum,“ segir Henry um mál þeirra Eiríks og Viðars Más. Henry segir að stofnanir samfélagsins hafi í of mörgum tilvikum látið hjá líða að leggja ásýnd vanhæfis til grundvallar. „Auðvitað tengist þetta fyrst og fremst því, sem er svo mikið rætt í samtímanum, sem er traust samfélagsins til stofnana. Til dæmis dómstóla, Alþingis og stjórnsýslunnar. Það þarf að taka nokkur aukaskref til að efla traust. Að vera trúverðugur þýðir að þú sýnir í verki að þú takir aukaskref og setjir þig í spor annarra og reynir að horfa á mál frá fleiri sjónarhornum en þér er tamt og reglur mæla fyrir um.“
Dómstólar Hrunið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent