Fótbolti

Unnið tíu titla á síðustu fimm árum en er nú á leið í frí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allegri kyssir bikarinn.
Allegri kyssir bikarinn. vísir/getty
Massimilano Allegri ætlar að taka sér frí fótbolta á næstu leiktíð eftir að hafa hætt með Juventus eftir ný yfirstaðið keppnistímabil.

Allegri vann ítölsku úrvalsdeildina öll þau ár sem hann var stjóri Juventus en að auki tók hann fimm aðra bikara á þeim fimm tímabilum sem hann stýrði Juventus.

Eftir að hafa dottið út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Ajax var ákveðið að skipta Allegri út eftir leiktíðina og nú ætlar hann að taka sér frí.

„Ég mun taka mér eitt ár til þess að hlaða batteríin og koma persónulega lífinu aftur í góðar skorður eftir mörg ár frá fjölskyldu, börnum og vinum,“ sagði Allegri.

„Síðustu sextán ár hefur mér liðið eins og ég hafi verið í blöndunartæki. Þú verður að taka tímann sem þú venjulega eyðir með fjölskyldu og vinum. Ég mun hvíla mig á næsta ári.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×