Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem birtur var í morgun.
Ísland situr í 35. sæti listans, en var í 40. sæti á síðasta lista. Ísland er í 22. sæti af 55 Evrópuþjóðum og þriðja sæti Norðurlandanna, Danir og Svíar sitja fyrir ofan Ísland.
Efstu sætin halda sér eins og þau voru á síðasta lista, Belgar eru efstir og heimsmeistarar Frakka í öðru sæti.
Portúgal fer upp um tvö sæti við það að vinna Þjóðadeildina og situr í fimmta sæti listans.
Tyrkir fara upp um tvö sæti og sitja í 37. sæti þrátt fyrir tapið gegn Íslendingum í undankeppni EM 2020, en þeir unnu heimsmeistarana á heimavelli nokkrum dögum fyrr.
Efstu sæti styrkleikalistans:
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Króatía
7. Spánn
8. Úrúgvæ
9. Sviss
10. Danmörk
Allan listann má sjá hér.
Ísland upp um fimm sæti á FIFA listanum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
