Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 22:57 Javier Matías Darroux Mijalchuk (til vinstri fyrir miðju) tekur um Roberto Mijalchuk, frænda sinn ásamt fjölskyldu og fulltrúum Ammanna á Maítorgi. AP/Marcos Brindicci Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann. Argentína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann.
Argentína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira