Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 22:57 Javier Matías Darroux Mijalchuk (til vinstri fyrir miðju) tekur um Roberto Mijalchuk, frænda sinn ásamt fjölskyldu og fulltrúum Ammanna á Maítorgi. AP/Marcos Brindicci Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann. Argentína Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Mannréttindasamtök í Argentínu greindu frá því í gær að þau hafi haft upp á syni pars sem herforingjastjórn landsins lét hverfa á 8. áratugnum. Sonur þeirra var ættleiddur en fékk aldrei að vita hvað varð um líffræðilega foreldra hans. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar sem ríkti í Argentínu frá 1976 til 1983. Fórnarlömbin voru aðallega námsmenn, leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnarandstæðingar sem voru myrtir vegna stjórnmálaskoðana sinna. Í mörgum tilfellum voru ung börn þeirra myrtu ættleidd og aldrei sagt frá líffræðilegum foreldrum þeirra. Samtökin Ömmurnar á Maítorgi vinna að því að finna þessi börn og koma þeim í samband við ættingja sína. Alls hafa þau fundið 130 börn sem voru tekin af foreldrum sínum í tíð herforingjastjórnarinnar. Enn er þó talið að hundruð Argentínumanna hafi verið ættleidd með sama hætti án þess að þau viti það. Það nýjasta er Javier Matías Darroux Mijalchuk sem fæddist árið 1977 og var tekinn af líffræðilegum foreldrum sínum þegar þeir voru teknir höndum og hann var aðeins nokkurra mánaða gamall. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að hann hafi vitað að hann hafi verið ættleiddur en hann hafi ekki vitað hverjir líffræðilegir foreldrar hans voru eða hvernig það kom til að hann var ættleiddur. Þó að hann hafi haft það gott hjá fósturforeldrunum byrjaði hann á fullorðinsárum að gruna að hann væri barn andófsfólks sem var látið hverfa. Þá leitaði hann til Ammanna á Maítorgi sem staðfestu grun hans. Darroux ætlar nú að reyna að komast til botns í örlögum líffræðilegra foreldra sinna og að finna systur sem hann grunar að hann eigi. Þakkar hann líffræðilegum frænda sínum, Roberto Mijalchuk, sem hafi leitað að honum í fjörutíu ár. „Það er fyrir mér virðingarvottur við foreldra mína að endurheimta hver ég er,“ segir hann.
Argentína Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila