Samkvæmt þýskum fjölmiðlum ætlar Borussia Dortmund að reyna að fá miðvörðinn Mats Hummels aftur til félagsins.
Hummels lék með Dortmund á árunum 2009-16 áður en Bayern München keypti hann. Undanfarin þrjú ár hefur hann orðið þýskur meistari með Bayern. Hummels varð einnig tvisvar sinnum Þýskalandsmeistari með Dortmund.
Bayern hefur gengið frá kaupunum á frönsku heimsmeisturunum Benjamin Pavard og Lucas Hernández og samkeppnin um stöður í miðri vörn liðsins er því mikil.
Hummels lék 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.
Dortmund endaði í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Bayern. Bæjarar urðu einnig bikarmeistarar eftir 3-0 sigur á RB Leipzig í úrslitaleik.
Dortmund vill fá Hummels heim
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
