Fótbolti

„Verstu dagar lífs míns eftir tapið fyrir Liverpool“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Suarez í leiknum á Anfield
Suarez í leiknum á Anfield vísir/getty
Luis Suarez líkti vonbrigðunum að tapa fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar við það þegar hann var sendur heim af HM í fótbolta fyrir að bíta andstæðinginn.

Barcelona var í vænlegri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli sínum en Liverpool vann seinni leikinn á Anfield 4-0 og fór í úrslitaleikin, þar sem þeir svo unnu keppnina.

„Dagarnir eftir tapið voru þeir verstu sem ég hef upplifað á lífsleiðinni og á ferlinum ásamt HM 2014. Ég vildi hverfa af yfirborði jarðar,“ sagði Suarez við Fox Sports.

„Ég vildi ekki fara með börnin mín í skólann, það sáu allir að ég átti mjög erfitt. Það komu dagar þar sem ég vildi ekki gera neitt.“

Suarez fór í aðgerð stuttu eftir tapið til þess að verða tilbúinn í Suður-Ameríkukeppnina með Úrúgvæ.

Fyrsti leikur Úrúgvæ í mótinu er á morgun, sunnudag, gegn Ekvador. Hann hefst klukkan 22:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×