Sport

Meig blóði eftir bardaga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Loughnane í sínum eina UFC-bardaga árið 2012. Það gengur illa hjá honum að komast aftur að hjá UFC.
Loughnane í sínum eina UFC-bardaga árið 2012. Það gengur illa hjá honum að komast aftur að hjá UFC. vísir/getty
Bretinn Brendan Loughnane skildi allt eftir í búrinu í gær. Þá var hann að berjast í bardagaþætti Dana White, forseta UFC.

Loughnane er vinsæll í heimalandinu og fékk stuðning frá Marcus Rashford, Jesse Lingard og Tyson Fury fyrir bardagann en hann er frá Manchester.

Bardagi hans og Bill Algeo var mjög harður en Loughnane vann á dómaraúrskurði.

Í þessum þáttum White, Tuesday Contender Series, eru menn að berjast fyrir því að fá samning hjá UFC. Loughnane þótti standa sig geysilega vel en fékk samt ekki samning hjá bardagasambandinu. Það fannst mörgum afar skrítið.

Þó bardaginn hafi verið skemmtilegur þá fór það gríðarlega í taugarnar á forseta UFC að Bretinn skildi hafa farið í fellu er tíu sekúndur voru eftir af bardaganum. Sú ákvörðun felldi Loughnane.

„Brendan var góður gegn mjög sterkum andstæðingi. Ég gef honum það. Ég skal samt segja þér hvað menn gera ekki í þessum þætti. Það er að berjast flottan bardaga og ætla svo að enda á fellu með 10 sekúndur eftir. Við erum að leita að drápsmönnum hérna og menn verða að klára bardagann almennilega,“ sagði White.

Bretinn var skiljanlega pirraður og sýndi það á Instagram eftir bardagann hversu miklu hann hefði fórnað. Svo miklu að hann hefði migið blóði eftir bardagann. Það þarf greinilega meira til að fá samning hjá Dana.





MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×