Matthías Vilhjálmsson og félagar hans í Vålerenga er óvænt úr leik í norska bikarnum eftir 5-3 tap gegn Bærum í 32-liða úrslitum norska bikarsins.
Bærum, sem leikur úr þriðja efstu deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló út efstu deildarliðið en Vålerenga komst í 2-0 forystu. Þá fylgdu fjögur mörk í röð frá Bærum.
Matthías minnkaði muninn í 4-3 er rúmar stundarfjórðungur var eftir en nær komust þeir ekki og Bærum bætti við marki tíu mínútum fyrir leikslok.
Lillestrøm er einnig úr leik en þeir töpuðu 1-0 gegn B-deildarliðinu Strømmen. Sigurmarkið kom í upphafi síðari hálfleiks en Arnór Smárason kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Lilleström.
Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking Stavanger sem vann 2-1 sigur á Sandnes Ulf. Þeir eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins.
Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson eru úr leik eftir tap gegn efstu deildarliðinu Odd en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni eftir að staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.
Viðar spilaði allan leikinn en Emil er á meiðslalistanum.
Matthías skoraði en vandræðalegt tap Vålerenga
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


