Lloris: „Ég stóð af mér storminn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2019 13:00 Hugo Lloris er fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins vísir/Getty Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira