Kane hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ekki leikið með Tottenham síðan í leiknum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 9. apríl. Harry Winks er einnig í byrjunarliði Spurs en hann lék síðast gegn City líkt og Kane.
Lucas Moura, sem skoraði þrennu í seinni leik Tottenham og Ajax, byrjar á bekknum.
Fátt kemur á óvart í byrjunarliði Liverpool. Joël Matip leikur við Virgils van Dijk í miðri vörninni og Fabinho, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum eru á miðjunni. James Milner byrjar á bekknum.
Roberto Firmino er klár eftir meiðsli og byrjar í framlínunni ásamt Mohamed Salah og Sadio Mané.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá leiknum má nálgast með því að smella hér.
#THFC: Lloris (C), Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Winks, Sissoko, Eriksen, Dele, Son, Kane. @WilliamHill latest (18+) https://t.co/1HRJd1Kg3B#UCLfinal#COYSpic.twitter.com/llnpxbjrdn
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 1, 2019
Our line-up for the #UCLfinal…#WeAreLiverpool
— Liverpool FC (@LFC) June 1, 2019