Anthony Smith þaggaði niður í heimamönnum Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júní 2019 20:40 Vísir/Getty UFC heimsótti Svíþjóð í kvöld þar sem þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith mættust í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Gustafsson og Smith eru meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC en báðir hafa nýlega tapað fyrir meistaranum Jon Jones. Svíinn Gustafsson var á heimavelli og fékk frábæran stuðning frá áhorfendum. Gustafsson byrjaði bardagann mjög rólega en komst betur inn í bardagann þegar á leið. Smith sótti meira fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu virtist Gustafsson ná að finna taktinn. Gustafsson náði fínni fellu í lok lotunnar og var allt í járnum. Í 4. lotu komst Smith hins vegar í yfirburðarstöðu í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Gustafsson. Smith náði að komast á bak Gustafsson, fletja hann út og festa Gustafsson í gólfinu. Smith náði þungum höggum í gólfinu, komst undir hökuna á Gustafsson og læsti hengingunni. Gustafsson tappaði því út eftir tæpar þrjár mínútur í 4. lotu og Smith búinn að næla sér í besta sigur ferilsins. Gustafsson var svekktur eftir bardagann og ýjaði að því að hann væri hættur. Gustafsson sagði að „sýningunni væri lokið“ og skildi hanskana eftir í búrinu til marks um að hann væri hættur. Alexander Rakic náði síðan mögnuðum sigri á Jimi Manuwa en hann rotaði hann með hásparki eftir 42 sekúndur í 1. lotu. Nákvæmt háspark og verður rothöggið eflaust eitt af rothöggum ársins þegar árið verður gert upp. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira
UFC heimsótti Svíþjóð í kvöld þar sem þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith mættust í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Gustafsson og Smith eru meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC en báðir hafa nýlega tapað fyrir meistaranum Jon Jones. Svíinn Gustafsson var á heimavelli og fékk frábæran stuðning frá áhorfendum. Gustafsson byrjaði bardagann mjög rólega en komst betur inn í bardagann þegar á leið. Smith sótti meira fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu virtist Gustafsson ná að finna taktinn. Gustafsson náði fínni fellu í lok lotunnar og var allt í járnum. Í 4. lotu komst Smith hins vegar í yfirburðarstöðu í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Gustafsson. Smith náði að komast á bak Gustafsson, fletja hann út og festa Gustafsson í gólfinu. Smith náði þungum höggum í gólfinu, komst undir hökuna á Gustafsson og læsti hengingunni. Gustafsson tappaði því út eftir tæpar þrjár mínútur í 4. lotu og Smith búinn að næla sér í besta sigur ferilsins. Gustafsson var svekktur eftir bardagann og ýjaði að því að hann væri hættur. Gustafsson sagði að „sýningunni væri lokið“ og skildi hanskana eftir í búrinu til marks um að hann væri hættur. Alexander Rakic náði síðan mögnuðum sigri á Jimi Manuwa en hann rotaði hann með hásparki eftir 42 sekúndur í 1. lotu. Nákvæmt háspark og verður rothöggið eflaust eitt af rothöggum ársins þegar árið verður gert upp. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Sjá meira
Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00